Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:14 Borgin krafði ríkið um 5,4 milljarða fyrir fjórum árum. Héraðsdómur hefur nú dæmt ríkið til að greiða borginni 3,37 milljarða. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira