Sautján brottvísanir og þrjú rauð spjöld í heilögu stríði Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 21:42 Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce í kvöld. Getty Mikill hiti var milli liða og leikmanna þegar Kielce tapaði fyrir Wisla Plock í toppslag pólsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Dómarar leiksins veittu alls sautján tveggja mínútna brottvísanir og lyftu rauða spjaldinu þrisvar sinnum á loft. Liðin höfðu bæði tvö unnið alla deildarleiki sína fyrir þennan og því um að ræða toppslag tveggja langbestu liða deildarinnar í lokaumferð fyrri hluta mótsins. Mikill rígur hefur myndast milli liðanna í gegnum tíðina og þessi viðureign fengið viðurnefnið hið heilaga stríð (e. The Holy War). Leikurinn átti upphaflega að fara fram 11. nóvember en var frestað vegna þátttöku Kielce í IHF ofurbikarnum. Eftirvæntingin hefur því sjaldan verið meiri en í kvöld fyrir slag þessara liða. After 189 consecutive wins in a row in the Polish league for Kielce tonight the streak ended!Wisla Plock defeated Kielce away after 25 matches without a win and for the first time since May 22, 2011!Source: @kielcehandball and @m_wojs #handball pic.twitter.com/Jj4SIJqOlc— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 20, 2023 Leikurinn fór af stað með látum en gestirnir frá Wisla Plock leiddu með fjórum mörkum eftir fyrri hálfleikinn. Þegar þar var komið höfðu dómarar leiksins níu sinnum gefið leikmanni tveggja mínútna brottvísun og einu sinni lyft rauðu spjaldi. Wisla Plock héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og héldu heimaliði Kielce í öruggri fjarlægð en á lokamínútum leiksins misstu þeir tvo menn af velli samtímis og gáfu Kielce von. Heimamenn nýttu tækifærið vel og tókst að jafna leikinn, Wisla Plock fékk síðustu sókn leiksins og nýtti hana vel. Michal Daszek fékk boltann með tvær sekúndur eftir, vippaði honum yfir markvörðinn og vann leikinn. https://twitter.com/RasmusBoysen92/status/1737592759492755484 After 189 consecutive wins in a row in the Polish league for Kielce tonight the streak ended!Wisla Plock defeated Kielce away after 25 matches without a win and for the first time since May 22, 2011!Source: @kielcehandball and @m_wojs #handball pic.twitter.com/Jj4SIJqOlc— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 20, 2023 Ljóst er að liðin munu mætast aftur næstkomandi mars í seinni umferð deildarinnar. Einnig þykir ansi líklegt að það verði þessi tvö lið sem leika til úrslita um deildartitilinn. Handbolti Pólski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Liðin höfðu bæði tvö unnið alla deildarleiki sína fyrir þennan og því um að ræða toppslag tveggja langbestu liða deildarinnar í lokaumferð fyrri hluta mótsins. Mikill rígur hefur myndast milli liðanna í gegnum tíðina og þessi viðureign fengið viðurnefnið hið heilaga stríð (e. The Holy War). Leikurinn átti upphaflega að fara fram 11. nóvember en var frestað vegna þátttöku Kielce í IHF ofurbikarnum. Eftirvæntingin hefur því sjaldan verið meiri en í kvöld fyrir slag þessara liða. After 189 consecutive wins in a row in the Polish league for Kielce tonight the streak ended!Wisla Plock defeated Kielce away after 25 matches without a win and for the first time since May 22, 2011!Source: @kielcehandball and @m_wojs #handball pic.twitter.com/Jj4SIJqOlc— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 20, 2023 Leikurinn fór af stað með látum en gestirnir frá Wisla Plock leiddu með fjórum mörkum eftir fyrri hálfleikinn. Þegar þar var komið höfðu dómarar leiksins níu sinnum gefið leikmanni tveggja mínútna brottvísun og einu sinni lyft rauðu spjaldi. Wisla Plock héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og héldu heimaliði Kielce í öruggri fjarlægð en á lokamínútum leiksins misstu þeir tvo menn af velli samtímis og gáfu Kielce von. Heimamenn nýttu tækifærið vel og tókst að jafna leikinn, Wisla Plock fékk síðustu sókn leiksins og nýtti hana vel. Michal Daszek fékk boltann með tvær sekúndur eftir, vippaði honum yfir markvörðinn og vann leikinn. https://twitter.com/RasmusBoysen92/status/1737592759492755484 After 189 consecutive wins in a row in the Polish league for Kielce tonight the streak ended!Wisla Plock defeated Kielce away after 25 matches without a win and for the first time since May 22, 2011!Source: @kielcehandball and @m_wojs #handball pic.twitter.com/Jj4SIJqOlc— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 20, 2023 Ljóst er að liðin munu mætast aftur næstkomandi mars í seinni umferð deildarinnar. Einnig þykir ansi líklegt að það verði þessi tvö lið sem leika til úrslita um deildartitilinn.
Handbolti Pólski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira