Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 10:00 Sveindís Jane er ein af okkar bestu fótboltakonum og bíða margir spenntir eftir endurkomu hennar á fótboltavöllinn Vísir/Arnar Halldórsson Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“ Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira