Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 10:00 Sveindís Jane er ein af okkar bestu fótboltakonum og bíða margir spenntir eftir endurkomu hennar á fótboltavöllinn Vísir/Arnar Halldórsson Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“ Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira