Vitundarvakning á vetrarsólstöðum Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 21. desember 2023 23:01 Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi!
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar