Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2023 07:43 Myndin Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022 og hefur síðan verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið