Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2023 07:43 Myndin Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022 og hefur síðan verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira