Aðstæður eins og í Austurríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:22 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla er kátur í dag. Skíðasvæðið verður opnað í fyrsta sinn í vetur. Vísir/arnar Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag. Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag.
Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira