Hinsegin ungmenni í Rússlandi þvinguð í bælingarmeðferðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 12:10 Frá sýningunni „Það er ekkert slíkt fólk hér“ í Berlin, sem sækir titil sinn í svar Ramzan Kadyrov, leiðtoga Téténíu, þegar hann var spurður um hinsegin fólk í landinu. Getty/Adam Berry Upp hafa komið mál í Rússlandi þar sem efnaðir foreldrar hafa greitt óþokkamennum fyrir að flytja hinsegin ungmenni gegn vilja sínum á einkastofnanir sem sérhæfa sig í svokallaðri bælingarmeðferð. Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann. Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann.
Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“