Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 13:43 Kristinn var á leið í skötuveislu ásamt öðrum áhafnarmeðlimum Freyju, því næst var planið að fara að kaupa jólatré og hamborgarhrygg. Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“ Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“
Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira