Breytingin er gerð til þess að fjarlægja úkraínsku þjóðina frá rússneskum hefðum. Nú verða jólin haldin samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu lét lagalega breyta tímasetningu jólahátíðarinnar í júlí á þessu ári. Þá sagði hann breytinguna leyfa Úkraínumönnum að yfirgefa rússneskar hefðir, sem felast í að fagna jólum í janúar.
Einkarekna rétttrúnaðarkirkjan í Úkraínu, sem starfað hefur síðan 2019, hefur að auki fært jólahátíðina aftur í desember.
Zelensky birti myndband á X í gær þar sem hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla. „Við fögnum jólunum öll saman. Á sama degi, sem ein stór fjölskylda, sem ein þjóð, sem eitt sameinað land,“ sagði hann.
The nights before Christmas are the longest of the year. However, the day has already begun to lengthen and the light has begun to prevail. The light grows stronger. Day by day and step by step, the darkness retreats.
— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) December 24, 2023
Darkness will eventually lose. Evil will be defeated.
Today, pic.twitter.com/SF2T0dE1VZ