„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2023 07:00 Janus Daði Smárason verður klár í slaginn þegar Evrópumót karla í handbolta hefst í janúar. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið. „Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01
Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða