Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 15:36 Ummæli Ye urðu til þess að hann var bannaður á samfélagsmiðlunum X og Instagram um stund. Getty/Jacopo M. Raule Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest) Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest)
Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning