Breytir ekki fyrirkomulagi við lokunarpósta þrátt fyrir þjófnað Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2023 11:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að breyta verklagi við lokunarpósta inn í Grindavík þrátt fyrir þjófnað um jólin. Bærinn er opinn fyrir íbúa og verður fyrirkomulagið endurmetið á föstudag. „Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52
Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46