Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 13:50 Ármann Reynisson kom víða við í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ vísir/vilhelm Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. „Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“
Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira