Sektuð fyrir að vera í Burberry skóm á HM í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:00 Hin hollenska Anna-Maja Kazarian var mjög hneyksluð á sektinni frá Alþjóða skáksambandinu. Samsett/@AMKazarian Tískuskór frá Burberry eru á bannlista Alþjóða skáksambandsins en mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á heimsmeistaramótunum í skák. Því fékk skákkonan Anna-Maja Kazarian að kynnast. Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023 Skák Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023
Skák Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira