Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 21:13 Bílaþvottastöðin síleska Star Wash segir mál Disney-samsteypunnar ekki standast skoðun. Vísir/Samsett Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð. Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð.
Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira