Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2023 19:48 Bergþóra Snæbjörnsdóttir segir alls ekki ómögulegt að sækja fjölskyldur Palestínumanna hér á landi. Vísir/Ívar Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. Hópur Palestínumanna hefur nú í nístingskulda dvalið í tjöldum í þrjá daga, með þá von í brjósti að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum þeirra að komast út úr hryllingnum á Gasa. „Það eina sem ég bið um er að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum okkur út úr Gasa, það er það eina,“ segir Naji Asar, einn úr hópi Palestínumannanna. Þeir segja að með þessu áframhaldi verði ekki lengur til neinar fjölskyldur til að sameina. Ráðherranefnd um útlendinga fundaði um stöðu fólksins í morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir stöðuna flókna og erfiða. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona, gefur lítið fyrir tal um ómöguleika. „Þeir hafa náttúrulega bara verið svo vikum skiptir að reyna að fá einhver svör frá ríkisstjórninni um það hvað þau ætla að gera til að koma fólkinu sínu frá Gasa. Það er búið að fá samþykkta fölskyldusameiningu en svo er ekkert gert til að koma þeim út. Hin löndin hafa verið að ná þessu þannig að það að segja að þetta sé einhver ómöguleiki, það er bara ekki rétt.“ Á degi hverjum eru gefnir út listar yfir Gasabúa sem fá með aðstoð annarra ríkja að fara í gegnum Rafah-landamærastöðina við Egyptaland. Palestínubúarnir rýna þá og stundum sjá þeir jafnvel nöfn vina sinna eins og æskuvinur eins úr hópnum sem komst til Ástralíu eftir að hafa fengið þar dvalarleyfi í lok nóvember. „Það er ekki ómöguleiki. Það eru lönd eins og Venesúela, Albanía, Rúmenía, Mexíkó, Bandaríkin, Bretar og meira að segja eitthvað af Norðurlöndunum og ég var að sjá frétt um að Rússar væru að ná 1300 manns út þannig að það þarf að gera miklu meira, það þarf að senda fulltrúa þarna út og hjálpa þessu fólki út.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Hópur Palestínumanna hefur nú í nístingskulda dvalið í tjöldum í þrjá daga, með þá von í brjósti að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum þeirra að komast út úr hryllingnum á Gasa. „Það eina sem ég bið um er að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum okkur út úr Gasa, það er það eina,“ segir Naji Asar, einn úr hópi Palestínumannanna. Þeir segja að með þessu áframhaldi verði ekki lengur til neinar fjölskyldur til að sameina. Ráðherranefnd um útlendinga fundaði um stöðu fólksins í morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir stöðuna flókna og erfiða. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona, gefur lítið fyrir tal um ómöguleika. „Þeir hafa náttúrulega bara verið svo vikum skiptir að reyna að fá einhver svör frá ríkisstjórninni um það hvað þau ætla að gera til að koma fólkinu sínu frá Gasa. Það er búið að fá samþykkta fölskyldusameiningu en svo er ekkert gert til að koma þeim út. Hin löndin hafa verið að ná þessu þannig að það að segja að þetta sé einhver ómöguleiki, það er bara ekki rétt.“ Á degi hverjum eru gefnir út listar yfir Gasabúa sem fá með aðstoð annarra ríkja að fara í gegnum Rafah-landamærastöðina við Egyptaland. Palestínubúarnir rýna þá og stundum sjá þeir jafnvel nöfn vina sinna eins og æskuvinur eins úr hópnum sem komst til Ástralíu eftir að hafa fengið þar dvalarleyfi í lok nóvember. „Það er ekki ómöguleiki. Það eru lönd eins og Venesúela, Albanía, Rúmenía, Mexíkó, Bandaríkin, Bretar og meira að segja eitthvað af Norðurlöndunum og ég var að sjá frétt um að Rússar væru að ná 1300 manns út þannig að það þarf að gera miklu meira, það þarf að senda fulltrúa þarna út og hjálpa þessu fólki út.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28