Handbolti

Sjö mörk Arnars dugðu ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk fyrir Amo í kvöld.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk fyrir Amo í kvöld. Vísir/Vilhelm

Arnar Birkir Hálfdánsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk er Amo tók á móti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Arnar Birkir hefur verið mikilvægur í liði Amo síðan hann gekk í raðir félagsins í sumar, en liðið lenti í kröppum dansi gegn Hammarby í kvöld.

Gestirnir í Hammarby leiddu með níu marka mun í hálfleik í stöðunni 9-18 og ljóst var að erfitt yrði að vinna upp það bil í síðari hálfleik. Brekkan reyndist að lokum of brött og niðurstaðan varð sjö marka tap Amo, 24-31.

Arnar Birkir var markahæsti maður vallarins með sjö mörk fyrir Amo sem nú situr í ellefta sæti sænsku deildarinnar með 12 stig eftir 16 leiki. Hammarby situr hins vegar í þriðja sæti með 23 stig.

Þá skoraði Þorgils Jón Svölu Baldusson eitt mark fyrir Karlskrona er liðið gerði 27-27 jafntefli gegn Aranas á sama tíma og í seinasta leik ársins í sænsku deildinni gerðu Tryggvi Þórisson og félagar hans í toppliði Sävehof jafntefli gegn Lugi á útivelli, 27-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×