Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 12:12 Ljósmyndin er sögð sýna íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Kharkív eftir hún varð fyrir rússneskri eldflaug í gær. Ap/Neyðarþjónusta Úkraínu Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira