„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:06 Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Vísir/Samsett „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“ Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira