Fjölskylduvænt samfélag Úrsula María Guðjónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:35 Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun