Fjölskylduvænt samfélag Úrsula María Guðjónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:35 Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar