Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 07:02 Rushdie hefur ritað bók um árásina sem kemur út á næstunni. Hann segist vilja horfa fram á við og halda áfram með líf sitt. Getty/Thomas Lohnes Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið. Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira