„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:45 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00