Varúð: Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 8. janúar 2024 08:00 Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun