Var nálægt því að hætta en Adam Silver talaði hann af því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:31 Draymond Green var nálægt því að leggja skóna á hilluna. AP Photo/Nate Billings Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, hefur viðurkennt að hann hafi næstum verið búinn að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið dæmdur í leikbann og misst af tólf leikjum. Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Green hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og virtist einkar illa fyrir kallaður fyrr á leiktíðinni. Hann fékk fimm leikja bann í nóvember fyrir að taka Rudy Gobert, leikmann Minnesota Timberwolves, hálstaki. Hann var svo dæmdur í bann í byrjun desember og er nú snúinn aftur eftir að hafa misst af tólf leikjum. Þá missti Green af leikjum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð eftir að hafa traðkað á bringu Domantas Sabonis, leikmanns Sacramento King. Hinn 33 ára gamli Green skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar upp á 100 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Leikbannið í desember varð til þess að Green varð af tæpum tveimur milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 275 milljónum íslenskra króna. Green hefur nú opinberað það að hann hafi verið nálægt því að hætta en Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, talaði hann af því. „Ég talaði við Adam Silver, framkvæmdastjóra deildarinnar. Ég sagði honum að þetta væri of mikið fyrir mig og ég ætlaði mér að hætta. Adam sagði mér að ég væri að taka ákvörðun í flýti og hann myndi ekki leyfa mér að gera það.“ This is too much. It s all becoming too much for me, and I m going to retire. Draymond Green told Adam Silver he contemplated retirement during their meeting before his indefinite suspension. pic.twitter.com/rgv6VIPwJi— Complex Sports (@ComplexSports) January 8, 2024 „Við áttum langt og gott samtal. Það hjálpaði mér mikið og er ég mjög þakklátur að spila í deild sem er með framkvæmdastjóra eins og Adam,“ sagði Green í hlaðvarpinu sínu. Green er með 9,7 stig, 5,5 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira