Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 08:36 Dýraverndunarsamband Íslands segja það vonbrigði að dýraverndunarlögin hafi ekki meira vægi í áliti umboðsmanns Alþingis. Myndin er frá mótmælum vegna hvalveiða í sumar. Vísir/Lovísa Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag. Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag.
Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47
Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55
Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20