Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 21:00 Alda Agnes Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Einhamar Seafood í Grindavík sem hóf starfsemi í dag eftir tveggja mánaða lokun. Vísir/Einar Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. Flökunarvélarnar i fiskvinnslu Einhamars Seafood í Grindavík voru ræstar í fyrsta sinn í morgun í tvo mánuði, eða frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars, segir um stóran viðburð að ræða. „Við byrjuðum klukkan sjö í morgun og þegar ég kom hálf sjö voru allir mættir. Það er ekki að sjá að það sé beigur í fólki en auðvitað eru þessar fréttir allskonar.“ Starfsmenn Einhamars Seafood í Grindavík voru ánægðir að geta snúið aftur til vinnu í dag.Vísir/Einar Ummæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, í dag, þar sem hann sagði þá sem kjósa að dvelja í Grindavík verða að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn hratt, slóu Öldu illa. „Maður viðurkennir alveg að manni stendur ekkert á sama, það er langur vegur frá. En maður reynir að bera sig ágætlega og treystir því að þessir fræðimenn séu með hlutina þokkalega á hreinu.“ Alda tekur fram að starfsfólkið standi sig allt afskaplega vel. „Það voru allir mjög spenntir að hefja störf hérna í morgun. Það verður bara að segjast eins og er, þetta var komið gott, tveir mánuðir í aðgerðarleysi.“ Veðurstofan greindi frá því í dag að líkanreikningar bendi til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst þann 18. desember síðastliðinn. Hættan á kvikuinnskoti sem getur endað með eldgosi eykt þannig með hverjum deginum. Pawel, starfsmaður í fiskvinnslunni tekur tíðindum dagsins með fyrirvara og er afar ánægður að vera kominn aftur til vinnu. „Þetta er frábær dagur fyrir mig því ég get byrjað að vinna. Þetta er mjög gaman og ég er ánægður að geta komið til baka. Fólk er alltaf að segja að það verði eldgos á þessum degi eða öðrum, svo þetta er bara eins og hver annar dagur fyrir mér.“ Afli úr Vésteini GK og Sighvati GK var verkaður í dag í Grindavík. Vísir/Einar Rýmingar æfðar daglega í lóninu Í Bláa lóninu er starfsemin smám saman að komast í eðlilegt horf. „Við opnuðum síðustu helgi og opnuðum þá fyrir daggesti. Svo erum við smám saman að opna hótelin og horfum fram á fulla opnun frá og með næstu helgi,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Helga Árnadóttir telur varnargarða við Svartsengi munu koma að góðum notum ef til eldgoss komi.Vísir/Einar Helga segir gesti lónsins upplýsta um stöðuna við komuna í lónið auk þess sem tölvupóstur sé sendur á þá sem gefa upp netfang við bókun. Rýmingar voru æfðar í lóninu í gær og í morgun. „Við vitum það að okkar góðu sérfræðingar hjá Veðurstofunni og almannavörnum eru að rýna stöðuna á hverjum einasta degi og meta stöðuna. Við fylgjumst með þeim og hlustum á þá. Það helsta sem menn eru að horfa á sem hættuna hér er helst til hraunflæði. Við erum auðvitað komin með þessa góðu varnargarða og það er staðan eins og hún lítur út í dag.“ Nokkur fjöldi fólks heimsótti Bláa lónið í dag, en þó talsvert færri en venjulega á þessum árstíma.Vísir/Einar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Flökunarvélarnar i fiskvinnslu Einhamars Seafood í Grindavík voru ræstar í fyrsta sinn í morgun í tvo mánuði, eða frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars, segir um stóran viðburð að ræða. „Við byrjuðum klukkan sjö í morgun og þegar ég kom hálf sjö voru allir mættir. Það er ekki að sjá að það sé beigur í fólki en auðvitað eru þessar fréttir allskonar.“ Starfsmenn Einhamars Seafood í Grindavík voru ánægðir að geta snúið aftur til vinnu í dag.Vísir/Einar Ummæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, í dag, þar sem hann sagði þá sem kjósa að dvelja í Grindavík verða að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn hratt, slóu Öldu illa. „Maður viðurkennir alveg að manni stendur ekkert á sama, það er langur vegur frá. En maður reynir að bera sig ágætlega og treystir því að þessir fræðimenn séu með hlutina þokkalega á hreinu.“ Alda tekur fram að starfsfólkið standi sig allt afskaplega vel. „Það voru allir mjög spenntir að hefja störf hérna í morgun. Það verður bara að segjast eins og er, þetta var komið gott, tveir mánuðir í aðgerðarleysi.“ Veðurstofan greindi frá því í dag að líkanreikningar bendi til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst þann 18. desember síðastliðinn. Hættan á kvikuinnskoti sem getur endað með eldgosi eykt þannig með hverjum deginum. Pawel, starfsmaður í fiskvinnslunni tekur tíðindum dagsins með fyrirvara og er afar ánægður að vera kominn aftur til vinnu. „Þetta er frábær dagur fyrir mig því ég get byrjað að vinna. Þetta er mjög gaman og ég er ánægður að geta komið til baka. Fólk er alltaf að segja að það verði eldgos á þessum degi eða öðrum, svo þetta er bara eins og hver annar dagur fyrir mér.“ Afli úr Vésteini GK og Sighvati GK var verkaður í dag í Grindavík. Vísir/Einar Rýmingar æfðar daglega í lóninu Í Bláa lóninu er starfsemin smám saman að komast í eðlilegt horf. „Við opnuðum síðustu helgi og opnuðum þá fyrir daggesti. Svo erum við smám saman að opna hótelin og horfum fram á fulla opnun frá og með næstu helgi,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Helga Árnadóttir telur varnargarða við Svartsengi munu koma að góðum notum ef til eldgoss komi.Vísir/Einar Helga segir gesti lónsins upplýsta um stöðuna við komuna í lónið auk þess sem tölvupóstur sé sendur á þá sem gefa upp netfang við bókun. Rýmingar voru æfðar í lóninu í gær og í morgun. „Við vitum það að okkar góðu sérfræðingar hjá Veðurstofunni og almannavörnum eru að rýna stöðuna á hverjum einasta degi og meta stöðuna. Við fylgjumst með þeim og hlustum á þá. Það helsta sem menn eru að horfa á sem hættuna hér er helst til hraunflæði. Við erum auðvitað komin með þessa góðu varnargarða og það er staðan eins og hún lítur út í dag.“ Nokkur fjöldi fólks heimsótti Bláa lónið í dag, en þó talsvert færri en venjulega á þessum árstíma.Vísir/Einar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira