Hver er áfengisstefnan? Guðlaug Birna Guðjónsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:00 „Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
„Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun