„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 14:20 Jodie Foster og Jimmy Kimmel í þætti Kimmels í gær. Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi. Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi.
Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34