Matić hættur að mæta á æfingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 17:01 Nemanja Matic er samningsbundinn Rennes til ársins 2025 en hefur ekki látið sjá sig á æfingum undanfarna daga. Maria Jose Segovia/DeFodi Images via Getty Images Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu. Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Matic gekk til liðs við Rennes síðasta sumar eftir eitt ár hjá AS Roma. Þar áður hafði hann leikið fyrir Manchester United, Chelsea og Benfica. Rennes gaf svo út yfirlýsingu í þar sem Matic var skammaður fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum undanfarna daga. Matic sást yfirgefa borgina sína ásamt fjölskyldu fyrir þremur dögum síðan, en lét engann hjá félaginu vita af brotthvarfinu. Félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og óskiljanlega þar sem um reynslumikinn leikmann væri að ræða, sem er samningsbundinn félaginu til ársins 2024. Réaction du Stade Rennais F.C. au sujet de l’absence de Nemanja Matić aux entraînements— Stade Rennais F.C. (@staderennais) January 11, 2024 Sögusagnir hafa lengi verið á lofti um ósætti Matic eftir komuna til Rennes. Lyon hefur verið talinn líklegasti áfangastaður kappans. Hann greip þó sjálfur til samfélagsmiðla í gær, axlaði ábyrgð á fjarveru sinni og útskýrði hvað honum stæði til. Déclaration de Nemanja Matic dans sa story Instagram 📸#Matic pic.twitter.com/dhSpDq5FjB— ❤️QH69💙 (@Quentin_Amg63) January 11, 2024 Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Matic sé ósáttur við Rennes vegna brotinna loforða um skólagöngu barna sinna. Félagið hafi lofað því að þau gætu sótt sama alþjóðlega skóla og þau hafa alltaf gert, en síðan kom á daginn að skólinn hafði enga starfsemi í borginni. Hvað verður um miðjumanninn knáa er enn óljóst, eins og hann segir sjálfur mun hann funda með Rennes um framhaldið en ólíklegt verður að teljast að hann haldi kyrru fyrir hjá félaginu.
Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira