Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Arnór Bjarki ásamt dóttur sinni sem hvergi fær pláss á leikskóla né dagvistun í Reykjavík. Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. „Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
„Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira