Sviss og Frakkland gerðu jafntefli í A-riðli, lokatölur 26-26. Lukas Laube var markahæstur hjá Sviss með 9 mörk á meðan Dika Mem skoraði 7 mörk í liði Frakklands.
Eftir leik dagsins er Frakkland með þrjú stig, Þýskaland tvö stig, Sviss eitt stig og Norður-Makedónía án stiga.
Í B-riðli vann Spánn 12 marka sigur á Rúmeníu, lokatölur 36-24. Aleix Gómez var markahæstur hjá Spáni með 8 mörk en Calin Dedu skoraði 4 mörk hjá Rúmeníu.
Króatía, Austurríki og Spánn eru öll með tvö stig á meðan Rúmenía er án stiga.