Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 22:02 „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir, flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. RAX Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira