Er einhver fullorðinn á svæðinu? Guðjón Idir skrifar 15. janúar 2024 07:30 Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar