„Langt frá því að vera búið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:28 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. „Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
„Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira