Handbolti

Sam­fé­lags­miðlar: Jarðar­för í hálf­leik og gefa Fær­eyjum sætið í milli­riðli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir lendir hér á þungri vörn Ungverjalands.
Gísli Þorgeir lendir hér á þungri vörn Ungverjalands. Vísir/Vilhelm

Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25.

Eftir fyrri hálfleik sem var líkur þeim sem Ísland hafði spilað til þessa, það er að skapa fullt af færum en klúðra þeim þá leyfði fólk sér að vera örlítið bjartsýnt fyrir síðari hálfleik. Sú bjartsýni dó strax og það sama má segja um áhuga margra á leiknum. Tap niðurstaðan og strákarnir okkar fara án stiga í milliriðil.

Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður þekkt sem Twitter, á meðan leik stóð.

Stressið byrjaði að segja til sín löngu fyrir leik.

Tröllið Bence Bánhidi rautt spjald í fyrri hálfleik.

Einn stuðningsmaður Íslands ákvað að senda ákveðnu fyrirtæki tóninn.

Spilamennska liðsins fór í mannskapinn.

Kári Kristján Kristjánsson var allt annað en sáttur í hálfleik.

Ekki skánaði spilamennskan í síðari hálfleik og færslurnar á X urðu súrari og súrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×