Gott fyrir umhirðu skófatnaðar að stíga í hundaskít Þorkell Steindal skrifar 17. janúar 2024 13:30 Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar