Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Ástþór Magnússon skrifar 17. janúar 2024 15:01 Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar