Tekinn með dóp í Skeifunni en sagðist hafa grætt vel á vændi Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 15:44 Maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars og var með 419.000 krónur í fórum sér. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna sagðist í skýrslutöku hafa aflað mikils magns reiðufjár, sem fannst í fórum hans, með því að stunda vændi. Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira