Danskur stórsigur gegn hikandi Hollendingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 18:40 Danir fagna sigri með fullt hús stiga. Stuart Franklin/Getty Images Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum. Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12
Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26