Búningablæti Frakklandsforseta Guðmundur Edgarsson skrifar 18. janúar 2024 08:01 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun