Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 08:35 Fólk verður að gefa sér tíma til að ferðast á milli staða í bíl þennan morguninn segir aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lovísa Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk megi búast við því að ferðin taki lengra tíma þurfi það að fara eitthvað núna fyrir hádegi. „Það hafa orðið nokkur óhöpp, en engin slys. Umferðin er mjög hæg. Það er bara vetrarfærð eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu, en hún gengur. Það er minni snjór en við bjuggumst við en það er mikil hálka,“ segir Árni og að illa búnir bílar eigi alls ekki heima í umferðinni núna. Eiga þeir að vera heima? „Já, það er svoleiðis. Það er alltaf eitthvað af þeim og maður verður aðallega var við það þegar það er alvöru vetrarfærð. Það er spáð snjókomu til hádegis og það á eftir að bæta í.“ Er staðan eins á öllu höfuðborgarsvæðinu? „Já, ég var í efri byggðum í Kópavogi áðan og þar er svipuð staðan og á miðborgarsvæðinu. Það mun taka fólk langan tíma að fara sínar leiðir í þessari færð og það verður að gefa sér tíma. Taka því rólega,“ segir Árni að lokum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Sjá meira
Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Fólk megi búast við því að ferðin taki lengra tíma þurfi það að fara eitthvað núna fyrir hádegi. „Það hafa orðið nokkur óhöpp, en engin slys. Umferðin er mjög hæg. Það er bara vetrarfærð eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu, en hún gengur. Það er minni snjór en við bjuggumst við en það er mikil hálka,“ segir Árni og að illa búnir bílar eigi alls ekki heima í umferðinni núna. Eiga þeir að vera heima? „Já, það er svoleiðis. Það er alltaf eitthvað af þeim og maður verður aðallega var við það þegar það er alvöru vetrarfærð. Það er spáð snjókomu til hádegis og það á eftir að bæta í.“ Er staðan eins á öllu höfuðborgarsvæðinu? „Já, ég var í efri byggðum í Kópavogi áðan og þar er svipuð staðan og á miðborgarsvæðinu. Það mun taka fólk langan tíma að fara sínar leiðir í þessari færð og það verður að gefa sér tíma. Taka því rólega,“ segir Árni að lokum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Sjá meira
Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18. janúar 2024 06:45