Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2024 12:07 Nú er aðeins hálfur mánuður þar til gildandi skammtímasamningar renna út og þar með friðarskyldan á vinnumarkaði. Vísir/Einar Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. Eftir jákvæð skilaboð frá forystufólki breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsns annars vegar og forystu Samtaka atvinnulífsins hins vegar undanfarnar vikur varðandi gang viðræðna um nýja kjarasamninga til langs tíma, virðist snurða hlaupin á þráðinn. Breiðfylkingin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er haldið fram að í viðræðunum að undanförnu hafi Samtök atvinnulífsins smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum og í staðinn sett fram tillögur sem væru langt fyrir neðan þær hóflegu hækkanir sem breiðfylkingin hefði lagt til í upphafi viðræðna. Ragnar Þór Ingólfsson segir aldrei áður hafi verið gerðar kröfur um að taka tillit til ótilgreinds launaskriðs við gerð kjarasamninga eins og SA krefjist nú.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við fréttastofu að Samtök atvinnulífsins viðurkenndu þar með ekki kostnaðarmat breiðfylkingarinnar fyrir komandi samninga. Þau vildu minni krónutöluhækkanir til að taka tillit til þess að slíkar hækkanir myndu leiða til ótilgreinds launaskriðs hjá þeim sem hefðu hærri laun. Samtök atvinnulífsins sendu síðan frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að samtökin standi enn við sameiginleg og upprunaleg markmið viðræðnanna. Samstarfið við breiðfylkinguna hafi gengið vel. Launahækkanir í krónutölum væru hins vegar líka hlutfallslegar launahækkanir þótt þær væru mismiklar eftir hópum. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mun meira sammeina samningsaðila en sundra þeim. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir að taka verði tillit til launaskriðs sem krónutöluhækkanir launa leiði til.Vísir/Einar „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Samtök atvinnulífsins hafa alls ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna,“ segir Sigríður Margrét. Samtökin hefðu lagt til leið sem færi bil beggja og væri líkleg til að geta staðið undir nafni sem ný þjóðarsátt. Það ríkti gagnkvæmur skilningur á þörf fyrir að hækka lægstu launin, enda verðbólga mikil og hlutfall húsnæðiskostnaðar og nauðsynjavara hátt hjá fólki á lægstu laununum. Sem að auki fengi oft einnig aðeins greitt taxtakaup. „En það sem við vitum er að launahækkanir í krónutölum eru líka hlutfallslegar launahækkanir. Sagan sýnir okkur það með óyggjandi hætti að þessar hækkanir skila sér upp launastigann,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þess vegna skipti miklu málið að hanna launastefnuna með þeim hætti að hún skili þeim árangri að minnka verðbólgu og lækka vexti. Því þurfi að taka tillit til þessa skriðs í krónutöluhækkunum eða fara blandaða leið og ná þannig að draga fleiri að borðinu. „Staðreyndin er auðvitað sú að íslenskt samfélag þráir stöðugleika og við teljum að við eigum meira inni í þessum viðræðum. Okkar vilji er alveg skýr, við munum áfram vera til samtals.“ En það er ekki búið að kalla til næsta fundar? „Ekki að svo stöddu,“ segit Sigríður Margrét Oddsdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. 17. janúar 2024 18:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eftir jákvæð skilaboð frá forystufólki breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsns annars vegar og forystu Samtaka atvinnulífsins hins vegar undanfarnar vikur varðandi gang viðræðna um nýja kjarasamninga til langs tíma, virðist snurða hlaupin á þráðinn. Breiðfylkingin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er haldið fram að í viðræðunum að undanförnu hafi Samtök atvinnulífsins smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum og í staðinn sett fram tillögur sem væru langt fyrir neðan þær hóflegu hækkanir sem breiðfylkingin hefði lagt til í upphafi viðræðna. Ragnar Þór Ingólfsson segir aldrei áður hafi verið gerðar kröfur um að taka tillit til ótilgreinds launaskriðs við gerð kjarasamninga eins og SA krefjist nú.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við fréttastofu að Samtök atvinnulífsins viðurkenndu þar með ekki kostnaðarmat breiðfylkingarinnar fyrir komandi samninga. Þau vildu minni krónutöluhækkanir til að taka tillit til þess að slíkar hækkanir myndu leiða til ótilgreinds launaskriðs hjá þeim sem hefðu hærri laun. Samtök atvinnulífsins sendu síðan frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að samtökin standi enn við sameiginleg og upprunaleg markmið viðræðnanna. Samstarfið við breiðfylkinguna hafi gengið vel. Launahækkanir í krónutölum væru hins vegar líka hlutfallslegar launahækkanir þótt þær væru mismiklar eftir hópum. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mun meira sammeina samningsaðila en sundra þeim. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir að taka verði tillit til launaskriðs sem krónutöluhækkanir launa leiði til.Vísir/Einar „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Samtök atvinnulífsins hafa alls ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna,“ segir Sigríður Margrét. Samtökin hefðu lagt til leið sem færi bil beggja og væri líkleg til að geta staðið undir nafni sem ný þjóðarsátt. Það ríkti gagnkvæmur skilningur á þörf fyrir að hækka lægstu launin, enda verðbólga mikil og hlutfall húsnæðiskostnaðar og nauðsynjavara hátt hjá fólki á lægstu laununum. Sem að auki fengi oft einnig aðeins greitt taxtakaup. „En það sem við vitum er að launahækkanir í krónutölum eru líka hlutfallslegar launahækkanir. Sagan sýnir okkur það með óyggjandi hætti að þessar hækkanir skila sér upp launastigann,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þess vegna skipti miklu málið að hanna launastefnuna með þeim hætti að hún skili þeim árangri að minnka verðbólgu og lækka vexti. Því þurfi að taka tillit til þessa skriðs í krónutöluhækkunum eða fara blandaða leið og ná þannig að draga fleiri að borðinu. „Staðreyndin er auðvitað sú að íslenskt samfélag þráir stöðugleika og við teljum að við eigum meira inni í þessum viðræðum. Okkar vilji er alveg skýr, við munum áfram vera til samtals.“ En það er ekki búið að kalla til næsta fundar? „Ekki að svo stöddu,“ segit Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. 17. janúar 2024 18:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27
Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36
Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. 17. janúar 2024 18:47