Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson bauð upp á áherslubreytingar í leik íslenska liðsins í leiknum gegn Þjóðverjum í gær. Leitað var í grunninn og er Snorra Steini hrósað fyrir það. VÍSIR/VILHELM Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira