Snorri: Sáum í fyrsta sinn hvað við stöndum fyrir Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson með bros á vör í viðtali á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson man að sjálfsögðu vel eftir kraftaverkinu á HM 2007, í Þýskalandi, þegar Ísland vann risasigur gegn Frökkum, og vonast sjálfsagt eftir einhverju svipuðu þegar hann stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum á EM í dag. „Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31