Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 17:59 Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, stendur að baki frumvarpinu sem var að lenda í samráðsgátt. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira