Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 23:12 Sigurður Ingi segir að unnið sé að því að meta hver staða Grindvíkinga sé í húsnæðismálum og verið að skoða hvort yfirvöld eigi að kaupa eignir fólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26