Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina.
Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu.
In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024
The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.
He talks to @J_Tanswell about his new venture
„Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic.
„Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“
Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns.
Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid).
Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir.
Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum.
Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag.