Súkkulaðiregn stöðvaði leik Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 10:30 Leikmenn Dortmund hjálpa til við að fjarlægja súkkulaðið af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Gera þurfti hlé á leik 1. FC Köln og Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær eftir að áhorfendur köstuðu súkkulaðipeningum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja liða köstuðu súkkulaðipeningum inn á völlinn í mótmælaskyni gegn fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Súkkulaðiregnið átti sér stað á tólftu mínútu leiksins sem átti að tákna það að stuðningsmenn þýsku liðanna líta á sig sem tólfta mann liðsins. 🍫💰Borussia Dortmund's clash with Koln has been halted after fans pelted the pitch with chocolate coins https://t.co/C2GfsJkWX7 pic.twitter.com/78T6AIElfF— Mirror Football (@MirrorFootball) January 20, 2024 Gjörningurinn varð til þess að gera þurfti átta mínútna hlé á leiknum á meðan leikmenn beggja liða aðstoðuðu vallarstarfsfólk við að fjarlægja súkkulaðipeningana. Leikurinn hélt þó áfram að lokum og gestirnir frá Dortmund unnu öruggan 4-0 sigur. Donyell Malen skoraði tvö mörk fyrir gestina og þeir Niclas Füllkrug og Youssoufa Moukoko bættu sínu markinu hvor við. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn sjá til þess að gera þurfi hlé á leikjum vegna mótmæla þeirra gegn fjárfestingartillögunni. Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin í síðasta mánuði hafði sömu áhrif, sem og almenn mótmæli í viðureign Heidenheim og Wolfsburg í gær. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Stuðningsmenn beggja liða köstuðu súkkulaðipeningum inn á völlinn í mótmælaskyni gegn fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Súkkulaðiregnið átti sér stað á tólftu mínútu leiksins sem átti að tákna það að stuðningsmenn þýsku liðanna líta á sig sem tólfta mann liðsins. 🍫💰Borussia Dortmund's clash with Koln has been halted after fans pelted the pitch with chocolate coins https://t.co/C2GfsJkWX7 pic.twitter.com/78T6AIElfF— Mirror Football (@MirrorFootball) January 20, 2024 Gjörningurinn varð til þess að gera þurfti átta mínútna hlé á leiknum á meðan leikmenn beggja liða aðstoðuðu vallarstarfsfólk við að fjarlægja súkkulaðipeningana. Leikurinn hélt þó áfram að lokum og gestirnir frá Dortmund unnu öruggan 4-0 sigur. Donyell Malen skoraði tvö mörk fyrir gestina og þeir Niclas Füllkrug og Youssoufa Moukoko bættu sínu markinu hvor við. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn sjá til þess að gera þurfi hlé á leikjum vegna mótmæla þeirra gegn fjárfestingartillögunni. Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin í síðasta mánuði hafði sömu áhrif, sem og almenn mótmæli í viðureign Heidenheim og Wolfsburg í gær.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira