Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2024 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að létta af sér á fundi með leikmönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. „Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira