Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter.
Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts.
— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024
- Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm
„Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu.
„Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“
Styður Trump gegn Biden
„Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig.
Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir.
Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki.
Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar.